AEPS, færnimiðað matskerfi (0224)

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Dagsetning og tími: 28. og 29. feb. 2024 klukkan 09:00-15:00. Í framhaldi af námskeiði er boðið upp á hóphandleiðslu, 9 kennslustundir. Samtals 23 kennslustundir.

Verð: Fagaðili: 68.300.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfar við ráðgjöf, þjálfun eða kennslu 0-6 ára barna með þroskafrávik. Sérstaklega er mælt með þessu námskeiði fyrir sérkennslustjóra leikskóla.

Hámarksfjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 20.

Lýsing
AEPS-matskerfið (Assessment, Evaluation, Programming System for Infants and Children) er hagnýtt tæki sem nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Lögð er áhersla á samstarf foreldra og fagfólks við gerð markmiða og sérstakur matslisti fyrir foreldra fylgir. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig AEPS-matskerfið nýtist til að meta færni barna á sex þroskasviðum: Fín- og grófhreyfingum, vitrænum þáttum, aðlögun, félagslegum tjáskiptum og félagslegu samspili. Þátttakendur fá kennslu í að leggja listann fyrir,  nýta niðurstöður við gerð einstaklingsnámskrár og skipuleggja íhlutun í framhaldinu.

Námskeiðinu er skipt á tvo daga. Á fyrri deginum er farið yfir bakgrunn og fyrirlögn AEPS. Á seinni deginum er farið í úrvinnslu og hvernig unnið er með listann við gerð einstaklingsáætlana og í íhlutun. Að þessum tveimur dögum loknum er hóphandleiðsla í þrjú skipti þar sem þátttakendur eru aðstoðaðir við að nota AEPS og fá tækifæri til að deila reynslu sinni með öðrum. Dagsetningar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur en þeir hafa einnig góðan aðgang að leiðbeinendum á milli daga ef spurningar vakna.

Gott er að hafa AEPS matskerfið meðferðis á námskeiðið og í handleiðsluna. Mörg sveitarfélög, þjónustumiðstöðvar og leikskólar eiga eintök og hvetjum við þátttakendur til að kanna hvort til sé í þeirra nærumhverfi.

Markmið
Að þátttakendur:

  • þekki bakgrunn og uppbyggingu AEPS matskerfisins
  • geti lagt það fyrir og nýtt niðurstöður við gerð einstaklingsáætlana og skipulagningu íhlutunar
  • nýti AEPS til að efla samstarf foreldra og fagfólks við að setja markmið og velja leiðir til að auka færni barnsins.

Umsjón: 
Herdís Hersteinsdóttir, þroskaþjálfi
Inger J. Daníelsdóttir, þroskaþjálfi

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráningu á námskeiðið AEPS, færnimiðað matskerfi lýkur 23. febrúar 2024, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu.