Eyðublöð um stuðningsáætlanir og fleira frá Barna- og fjölskyldustofu
Eyðublöð vegna farsældar | Barna- og fjölskyldustofa
SMART-reglan er þekktur leiðarvísir við setningu markmiða.
S: Skýr – skiljanleg
M: Mælanleg – fela í sér viðmið
A: Atferlismiðuð – mikilvæg færni
R: Raunhæf – þarf að vera hægt að ná þeim
T: Tímasett – Hægt að ná þeim innan ákveðinna tímamarka.
Dæmi um viðeigandi og óviðeigandi markmið
Viðeigandi markmið
- Jón biðji um hjálp kennara 5 sinnum á dag.
- Jón skiptist á með einu öðru barni að keyra niður bílabrautina.
- Jón klæði sig sjálfur í úlpu, fyrir utan að setja rennilásinn í sleðann.
- Jón vinni sjálfstætt í stærðfræðitímum í 15 mínútur af 40 mínútna tíma.
(Muna að halda skráningar svo markmið sé mælanlegt).
Óviðeigandi markmið
- Efla félagsfærni Jóns
- Jón leiki við krakkana
- Hvetja Jón til að klæða sig sjálfur
- Auka orðaforða Jóns
(Þetta geta verið dæmi um langtímamarkmið)
Hugmyndir af félagsfærniþáttum sem hægt er að setja í einstaklingsnámskrá
Einstaklingsþættir
- Matarvenjur, hreinlætisvenjur, svefn/hvíldarvenjur, fatnaður/klæðnaður.
- Einbeiting (geta eirt við sama verkefni ákveðinn tíma, ljúka verkefni, trufla ekki aðra).
- Frumkvæði (prófa eitthvað nýtt, nálgast aðra að fyrra bragði, bjóða fram aðstoð).
- Sjálfstæði (að bjarga sér, mótmæla áreitni, geta gert/sagt án aðstoðar).
- Sjálfstraust (nota jákvæð orð um sig, leggja í að prófa ný verkefni).
- Sjálfsstjórn (geta beðið, stjórna sér í samskiptum, hemja skap sitt, taka gagnrýni).
- Tjáning (tala við aðra, svara spurningum, tjá skoðanir).
- Málþroski (framburður, orðaforði, málskilningur).
- Fínhreyfingar (teikna, skrifa, önnur handavinna).
- Grófhreyfingar (ganga, hlaupa, klifra, stökkva).
- Líkamlegt úthald (geta hlaupið, hreyfa sig viðstöðulaust).
Félagsþættir
- Samskipti við önnur börn (vera öruggt með sig, bjóða öðrum til þátttöku, sýna samskiptavilja að fyrra bragði).
- Samskipti við starfsfólk (segja hópstjóra /kennara frá, leita eftir líkamlegri umönnun, biðja um aðstoð).
- Hegðun (fara eftir fyrirmælum, gegna hópstjóra/kennara/foreldrum).
- Afstaða til reglna (ræða um reglur, mótmæla óréttlátum reglum, fara eftir eða brjóta reglur).
- Framkoma (sýna kurteisi s.s. að þakka fyrir, heilsa og kveðja, upplitsdjarft, svara).
- Setja sig í spor annarra (sýna samúð, gleðjast, hrósa).
Hvernig veit ég hvort að árangur náðist?
Margir matslistar og form eru til, til að meta árangur. Hér eru nokkrar hugmyndir aðslíkum:
- Goal attainment scale
- Designing personalized learning experiences
- Designing personalized learning for every student (Dianne L. Ferguson).
AEPS
AEPS er vinnutæki sem nýtist okkur í að búa til einstaklingsnámskrá og skipuleggja íhlutun. Áhersla er á samstarf foreldra og fagfólks. Færni er metin á sex þroskasviðum: Fín- og grófhreyfingum, vitrænum þáttum, aðlögun, félagslegum tjáskiptum og félagslegu samspili.
,,Grái listinn“ úr bókinni Behavioral intervention for young children with autism.
ABLLS-R
(Assessment of basic language and learning skills).
Námsskrártengt matstæki sem metur færni 2-9 ára barna með einhverfu eða aðrar þroskarasakanir.
25 þættir og 544 atriði eru metin. Þessum þáttum er svo skipt niður í 4 svið:
- Grunnfærni
- Námsfærni
- Sjálfshjálp
- Hreyfifærni
AFLS
(Assessment of functional living skills)
Skiptist í sex flokka. Hentar vel fyrir skóla.
VB MAPP
Þessi listi er miðaður út frá börnum með dæmigerðan þroska frá 0-4 ára. Er oft notaður fram að grunnskólagöngu.
Heimildir
Angela Novak Amado, Ph.D. and Marijo Mc Bride, M.Ed. (2001). Increasing person-centered thinking: Improving the quality of person-centered planning. https://rtc.umn.edu/docs/pcpmanual1.pdf
Diane M. Browder. (2001). Curriculum and assessment for students with moderate and severe disabilites. The Guilford Press.
Jóna Ingólfsdóttir (munnleg heimild, 2012).
Reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010
© Rakel Pálsdóttir, Ráðgjafar- og greiningarstöð, nóvember 2024.