Skrá á námskeið eftir að skráningarfrestur er liðinn

Skráningartímabili hvers námskeiðs lýkur alla jafna 10 dögum fyrir upphaf þess. Þá birtist biðlistaskráning „Skrá á biðlista“ við námskeiðið. Slík skráning tryggir ekki pláss á námskeiðinu en hins vegar eru oft laus pláss og því verður haft samband við þau sem skráðu sig á biðlista og komast að. Ef þú heyrir ekki frá okkur Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur þú ekki fengið pláss. 
Upplýsingar
Greiðandi

Námskeið / hópur stillingar
Skilmálar

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Eingöngu er hægt að ljúka skráningu á námskeið Ráðgjafar- og greiningarstöðvar með debet- eða kreditkortagreiðslu. Skráningu á námskeið lýkur alla jafna viku  fyrir fyrsta dag námskeiðsdag (þegar þeir eru fleiri en einn) eða þegar námskeið eru uppbókuð. RGR áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast, veikindi eða þess háttar.

Tilkynna þarf forföll eða aðrar breytingar viku fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

Tveimur virkum dögum fyrir byrjun hvers námskeiðs fá þátttakendur upplýsingar um námskeiðin, námsskeiðsgögn, tengla á fjarfundi og þess háttar. Mikilvægt er að skrá inn rétt netfang og leita í ruslpósti (spam) eða öðrum póstmöppum þar sem tölvupóstur frá Ráðgjafar- og greiningarstöð gæti hafa ratað.

Sjá nánar um skilmála námskeiða hér.

Annað

Við skráningu á námskeið óskar RGR eftir upplýsingum um nafn, kennitölu greiðanda, tölvupóstfang, símanúmer og vinnustað. Þetta er gert til þess að unnt sé að gefa út reikninga sem sendir eru til þátttakenda en einnig til að geta haft samband við þátttakendur. Einnig óskum við eftir upplýsingum um vinnustað til að geta betur mætt þörfum þátttakenda á námskeiðum RGR. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi né afhentar þriðja aðila/öðrum.