Kvíði barna á einhverfurófi (0425)

Staðsetning: Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a.

Dagsetning og tími: 1. og 8. apríl 2025 frá 12:30-15:30 báða dagana. Samtals 6 klukkustundir.

Verð: Fagaðili: 25.200.- Aðstandandi: 12.600.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er hannað fyrir foreldra barna á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Námskeiðið getur einnig nýst foreldrum eldri barna og sem og fagaðilum.

Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 10 og hámarksfjöldi er 16.

Lýsing:
Námskeiðið er hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og minnka líkur á hamlandi kvíða síðar á lífsleiðinni.
Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna. Mælt er með er að foreldrar mæti í báða tímana.

Markmið:
Að þátttakendur
• þekki eðli kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi
• þekki leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni og draga úr óöryggi barnanna

Umsjón:
Katrín Björk Bjarnadóttir, sálfræðingur

Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar

Skráningu á námskeiðið Kvíði barna á einhverfurófi lýkur 24. mars 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.

Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér

Heiti námskeiðs
Dagsetning
Dagar
Tími
Staðsetning
1. apr 2025 - 8. apr 2025
þri
12:30-15:30
Bókasafn Kópavogs