Allt um ástina - fjarkennsla (0425)

Kennt í fjarkennslu

Dagsetning og tími: 8. apríl 2025 kl. 13:30-15:30 í fjarkennslu. Samtals 2 klukkustundir.

Verð: Fagaðili: kr. 7.400 kr.- Námskeiðið er eingöngu ætlað fagaðilum. 

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið er ætlað kennurum og starfsfólki sem kenna efstu bekkjum grunnskóla og á starfsbrautum í framhaldsskóla.

Fjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er lágmarksfjöldi þátttakenda 10.

Lýsing:
Allt um ástina er námskeið ætlað kennurum og öðru starfsfólki sem hafa huga á að kenna námsefnið Allt um ástina. Námsefnið skiptist í 11.kafla.

Á námskeiðinu verður farið yfir námsefnið sem er aðgengilegt á vef Miðstöðvar um menntun og skólaþjónustu og er án endurgjalds. Námsefnið fjallar um sjálfsmyndina, mikilvægi þess að standa með sjálfum sér, hreinlæti og líkamstjáningu. Einnig er farið yfir ástarmálin út frá ýmsum hliðum, samanber hvað er daður, hvernig kynnist maður öðrum með náin sambönd í huga og hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Þá er auk þess fjallað um kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma og um muninn á kynlífi og klámi. Einnig er reifaðir þættir um lög og reglur í tengslum við ólögleg sambönd. Þá er fjallað um netið og hvernig megi stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti.

Markmið:
Efla færni til að kenna námsefnið Allt um ástina.

Umsjón:
María Jónsdóttir félagsráðgjafi

Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:

Skráningu á námskeiðið Allt um ástina lýkur 31. mars 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.

Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér