Ráðgjafar- og greiningarstöð býður upp á glænýtt fræðslunámskeið!
Biðtíminn: Þjónusta frá frumgreiningu að athugunarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð.
19. febrúar kl. 13.00 - 15.00 á TEAMS
Námskeiðið er almenn fræðsla fyrir fagaðila um þá þjónustu sem Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) býður þjónustuaðilum upp á frá því að frumgreining liggur fyrir og þar til að greiningarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) er lokið.
Farið verður yfir hvað þarf til að barni sé vísað á RGR. Skoðaðar verða aðferðir sem hægt er að nýta í vinnu með barni á þessu tímabili. Farið er ítarlega í gegnum hvað greiningarferli á RGR felur í sér og hvaða gögn og upplýsingar þurfa að berast frá leik- og grunnskóla fyrir athugunarviku á RGR.
Markmið fræðslunámskeiðsins er:
- Að þátttakendur séu vel upplýstir um hvað greiningarferli á RGR felur í sér. Að þeir geti stutt sem best við barnið og foreldra þess.
- Að þátttakendur fái hagnýtar upplýsingar um hvernig vinna megi með barninu og þá þjónustu sem býðst.
ATH! Námskeiðið er eingöngu ætlað fagfólki sem starfar í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla.
Frekari upplýsingar og skráningu má nálgast
hér
