
30. vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var haldin dagana 7. og 8. maí s.l. Yfirskrift að þessu sinni var „Fötluð börn verða fullorðin – Hvað bíður þeirra?“ og var fjallað um efnið út frá margvíslegum sjónarhornum. Um það bil 250 þátttakendur hlýddu á fyrirlestra og tóku þátt í málstofum.
Í lok ráðstefnunnar tilkynnti forstöðumaður að 31. vorráðstefnan yrði haldin 12. og 13. maí 2016 með yfirskriftinni „Litróf fatlana - Sjaldan er ein báran stök“.
Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins þakka fyrirlesurum, fundarstjórum og gestum fyrir samveruna og við hlökkum til að sjá ykkur að ári.
Glærur fyrirlesara má finna í dagskránni hér fyrir neðan.
Myndir af ráðstefnunni má skoða hér
Fimmtudagur 7. maí
Fötlun og samfélag
Höfum við gengið til góðs ... frá fortíð til framtíðar
Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar– og ráðgjafarstöðvar ríkisins
Sjálfræði með aðstoð
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar
Mat á stuðningsþörf – ný viðhorf
Tryggvi Sigurðsson, sérfræðingur hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Að vera fullorðinn með fötlun
Þroskahömlun og fullorðinsárin
Aileen Soffía Svensdóttir, félagsliði
Hreyfihömlun og fullorðinsárin
Hallgrímur Eymundsson, tölvunarfræðingur
Einhverfa og fullorðinsárin
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, doktorsnemi þýðingafræði
Fatlað foreldri: Reynslusaga dóttur
Lilja Árnadóttir, meistaranemi í fötlunarfræðum
Föstudagur 8. maí
Þátttaka og velferð
Megum við ráðskast með líf annarra?
Vilhjálmur Árnason, prófessor við Háskóla Íslands
Mannréttindi fatlaðra – Umfjöllun út frá sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Kemur framhaldsskólinn til móts við alla nemendur?
Iva Marín Adrichem, nemandi í MH, og Valgerður Garðarsdóttir, sérkennari í MH
Frístundastarf í Hinu Húsinu
Markús Heimir Guðmundsson, forstöðumaður Hins Hússins
Að vaxa úr grasi með fötluðu systkini
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi
Saman gegn ofbeldi - Aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki og
Unnið gegn fordómum
Tómas Ingi Adolfsson, þroskaþjálfi, sérfræðingur á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Málstofur: Kynning á rannsóknar- og þróunarverkefnum
Ráðstefnulok – horft til framtíðar
Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar– og ráðgjafarstöðvar ríkisins