Svefnvandi barna með þroskafrávik - fjarkennsla (0125)

Kennt í fjarkennslu

Dagsetning og tími: Fyrri dagur 14. janúar kl 9:00-11:00 og seinni dagur 4. mars kl 9:00-12:00. Þann 3. apríl er boðið upp á hóphandleiðslu frá 10:00 - 12:00. Samtals 7 klukkustundir.

Verð: Fagaðili: kr. 36.500.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið er ætlað fagaðilum sem sinna ráðgjöf til foreldra barna með þroskafrávik, til dæmis ráðgjöfum í málefnum fatlaðra hjá sveitarfélögum, sérkennsluráðgjöfum, sérkennslustjórum, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingum hjá heilsugæslu eða af öðrum vettvangi.

Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 8. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20.

Lýsing
Á námskeiðinu verður fjallað um svefn og svefnvanda barna, aðferðir til að meta svefnvanda og leiðir til að bæta svefn. Á fyrri degi námskeiðsins verður farið yfir grunnþætti svefns, hvað einkennir góðan svefn og mögulegar ástæður svefnvanda. Þátttakendur verða kynntir fyrir leiðum til að meta svefnvanda í samvinnu við foreldra, þar á meðal notkun á Sleep Assessment and Treatment Tool viðtalsramma. Á seinni degi námskeiðsins verður farið ítarlega í möguleg úrræði við mismunandi svefnvanda, uppsetningu á einstaklingsmiðaðri áætlun til að bæta svefn og eftirfylgd til foreldra.

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi möguleika á því að æfa sig í að meta svefnvanda, vinna úr gögnum, setja upp einstaklingsmiðaða áætlun og veita eftirfylgd til foreldra í kjölfarið.

Að námskeiðinu loknu er hóphandleiðsla í eitt skipti þar sem þátttakendur fá tækifæri til að spyrja spurninga, leita ráða og fá aðstoð við að meta næstu skref.

Efni námskeiðsins miðast fyrst og fremst að börnum á aldrinum 1-10 ára en hluti efnisins getur einnig gagnast fyrir aðra aldurshópa.

Markmið
Að þátttakendur:

  • Öðlist færni til að veita foreldrum og umönnunaraðilum barna með þroskafrávik einstaklingsmiðaða og árangursríka ráðgjöf við svefnvanda
  • Öðlist grunnþekkingu á svefni og svefnvanda barna með þroskafrávik
  • Læri að meta áhrifaþætti svefnvanda með notkun Sleep Assessment and Treatment Tool (SATT)
  • Kynnist mismunandi aðferðum til þess að safna gögnum um svefn sem liggja til grundvallar áætlunar
  • Læri að setja upp einstaklingsmiðaða áætlun til að bæta svefn út frá gögnum

Umsjón:
Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir, atferlisfræðingur og Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir, atferlisfræðingur

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Skráningu á námskeiðið lýkur 6. janúar 2025 en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.

Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér

Heiti námskeiðs
Dagsetning
Dagar
Tími
Staðsetning