Öðruvísi taugaþroski - áskoranir unglingsáranna - fjarkennsla (0325)

Kennt í fjarkennslu 

Dagsetning og tími: 26. mars 2025 frá 09:00-16:00. Samtals 7 klukkustundir.

Verð: Fagaðili: kr. 25.900 kr.- Aðstandandi kr. 12.950 kr.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið tengist fjölbreyttum taugaþroska ungmenna og er ætlað foreldrum, aðstandendum og starfsfólki sem sinnir umönnun, ráðgjöf, þjálfun og kennslu ungmenna.

Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 10.

Lýsing:

Fjallað er um fjölbreyttan taugaþroska, áskoranir og styrkleika þess að vera öðruvísi. Rætt verður um áhrifaþætti varðandi sjálfsmynd, líðan, samskipti og tengsl við geðheilsu svo sem kvíða og þunglyndi. Ennfremur verður farið yfir samspil þroska og færni í daglegu lífi og hvernig skipulag og aðlögun umhverfis getur stuðlað að aukinni þátttöku og lífsgæðum ungmenna í þessum hópi. Farið verður yfir hvaða þýðingu greining hefur einstakling, fjölskyldu hans og nærsamfélagið. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og umræðum.

Markmið:
Að þátttakendur:

  • Efli þekkingu og skilning á ólíkum þörfum ungmenna út frá fjölbreyttum taugaþroska
  • Auki hæfni sína til að takast á við ýmsar áskoranir í daglegu lífi
  • Geti miðlað þekkingu til fjölskyldu eða samstarfsfólks
  • Tileinki sér jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun

Umsjón: Helga Kristín Gestsdóttir, iðjuþjálfi

Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:

Skráningu á námskeiðið Öðruvísi taugaþroski - áskoranir unglingsáranna lýkur 18. mars 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.

Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér

Heiti námskeiðs
Dagsetning
Dagar
Tími
Staðsetning