Kennt í fjarkennslu
Dagsetning og tími: 13. og 27. janúar 13.00 - 16.00. Samtals 6 kennslustundir.
Verð: Fagaðili: kr. 18.000.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað þeim sem veita börnum og unglingum með fjölbreyttar þarfir aðlagaða kynfræðslu og eða stuðning við athafnir daglegs lífs. Hér má nefna kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa, sálfræðinga, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa.
Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 15 og hámarksfjöldi er 25.
Lýsing
Fjallað verður kynheilbrigði og hvaða áhersluþætti þarf að hafa til hliðsjónar við hefbundin efnistök kynfræðslunar til þess að hún gagnist þessum nemendahópi sem best. Hvernig við getum undirbúið nemandann undir þetta breytingarferli sem og gert hann betur í stakk búin til að takast á við þær líkamlegu og andlegu breytingar sem fylgja kynþroskanum. Skoðað verður námsefnið Kynþroskaárin sem og annað námsefni kynnt. Varpað verður fram ólíkum einstaklingsáætlunum (eintaklingsnámskrám) út frá mismunandi þörfum nemenda. Þá verður reifað á mikilvægi samvinnu við foreldra í tengslum við þetta námsefni. Jafnframt verður fjallað með hvaða hætti við getum brugðist við þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum tengt þessari fræðslu. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og umræðum.
Markmið
Þátttakendur munu öðlast yfirsýn yfir námsefni og verkefni sem geta nýst við kennslu um kynheilbrigði og öðlist færni til að velja verkefni í samræmi við þarfir og getu nemanda. Jafnframt geta miðlað þekkingu sinni til foreldra og samstarfsaðila sem og geti leiðbeint samstarfsaðilum um þætti sem tengjast kynhegðun einstakra nemenda.
Umsjón:
María Jónsdóttir félagsráðgjafi.
Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:
Skráningu á námskeiðið Kynheilbrigði og aðlagaðar kennsluaðferðir í kynfræðslu - fjarkennsla lýkur 5. janúar 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér