Staðsetning: Húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72.
Dagsetning og tími: 27. mars frá 9:00 - 15:00. Samtals 6 klukkustundir.
Verð: Fagaðili: kr. 25.200.- Aðstandandi: kr. 12.600.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Ætlað aðstandendum, starfsfólki og ráðgjöfum vegna leikskólabarna sem mögulega hafa frávik í þroska. Áhersla er lögð á hvað barnið getur gert nú og hvaða færni við getum kennt barninu sem gagnast því ásamt því að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.
Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 10 og hámarksfjöldi er 16.
Lýsing:
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir við kennslu nýrrar færni og hvernig minnka má óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.
Markmið:
að þátttakendur þekki leiðir til að fyrirbyggja og draga úr óæskilegri hegðun barna með þroskafrávik
Umsjón, skipulagning og kennsla:
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur, Eva Ýr Heiðberg, atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir atferlisfræðingur og Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir atferlisfræðingur.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráningu á námskeiðið lýkur 19. mars 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér