Kennt í fjarkennslu
Dagsetning og tími: 12. og 13. mars 2024, frá 09:00-15:00, kennt í fjarfundarbúnaði. Í framhaldi af námskeiði er boðið upp á 3 klukkustundir í hóphandleiðslu en tími hennar er ákveðinn með þátttakendum. Samtals 15 klukkustundir.
Verð: Fagaðili: 71.400 kr.-. Námskeið þetta er eingöngu ætlað fagaðilum.
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem starfar við ráðgjöf, þjálfun eða stuðningi 0-6 ára barna með þroskafrávik. Sérstaklega er mælt með þessu námskeiði fyrir sérkennslustjóra leikskóla og fyrir þá sem sinna stuðnings- og sérkennslu á yngsta stigi grunnskóla.
Hámarksfjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 12 og hámarksfjöldi er 20.
Lýsing
AEPS-matskerfið (Assessment, Evaluation, Programming System for Infants and Children) er hagnýtt tæki sem nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Lögð er áhersla á samstarf foreldra og starfsmanna við gerð markmiða og sérstakur matslisti fyrir foreldra fylgir. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig AEPS-matskerfið nýtist til að meta færni barna á sex þroskasviðum: Fín- og grófhreyfingum, færni í daglegum athöfnum, vitsmunaþætti, félagslegum tjáskiptum og félagslegum samskiptum. Þátttakendur fá kennslu í að leggja listann fyrir, nýta niðurstöður við gerð einstaklingsnámskrár og skipuleggja íhlutun í framhaldinu.
Námskeiðinu er skipt á tvo daga. Á fyrri deginum er farið yfir bakgrunn og fyrirlögn AEPS. Á seinni deginum er farið í úrvinnslu og hvernig unnið er með listann við gerð einstaklingsáætlana og í íhlutun. Lögð er áhersla á hópavinnu á námskeiðinu til að þátttakendur tileinki sér vinnubrögðin. Að þessum tveimur dögum loknum er hóphandleiðsla í þrjú skipti þar sem þátttakendur eru aðstoðaðir við að nota AEPS og fá tækifæri til að deila reynslu sinni með öðrum. Dagsetningar handleiðslunnar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur en gott aðgengi er að leiðbeinendum ef spurningar vakna.
Mörg sveitarfélög, þjónustumiðstöðvar og leikskólar eiga eintök af AEPS bókunum og eru þátttakendur hvattir til að kanna hvort þær séu til í þeirra nærumhverfi og taka með á námskeiðið og í handleiðsluna. Það er þó ekki nauðsynlegt að hafa aðgang að bókunum til að sitja námskeiðið. Í lok námskeiðs fá þátttakendur sent margvíslegt efni til þess að nýta í starfi og meðal annars vinnuþýðingu á efni AEPS bókanna.
Markmið
Að þátttakendur:
- þekki bakgrunn og uppbyggingu AEPS matskerfisins
- geti lagt það fyrir og nýtt niðurstöður við gerð einstaklingsáætlana og skipulagningu íhlutunar
- nýti AEPS til að efla samstarf foreldra og fagfólks við að setja markmið og velja leiðir til að auka færni barnsins.
Umsjón:
Herdís Hersteinsdóttir, þroskaþjálfi
Inger J. Daníelsdóttir, þroskaþjálfi
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráningu á fjarnámskeiðið AEPS, færnimiðað matskerfi lýkur 4. mars 2024, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér