Fjarnámskeið
Dagsetning og tími: Námskeiðið dreifist á þrjá daga. Fyrsti námskeiðsdagurinn er 12. mars kl. 09:00-12:00, annar námskeiðsdagurinn er 8. apríl frá 09:00 - 12:00. Boðið er upp á hóphandleiðslu 13. maí kl. 09:00 – 11.00. Samtals 8 klukkustundir.
Verð: Fagaðili: kr. 43.200.- Aðstandendur: kr. 21.600.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar við ráðgjöf, þjálfun eða kennslu barna með þroskafrávik og hefur reynslu af því að veita heildstæða snemmtæka atferlisíhlutun. Foreldrar sem vilja öðlast betri skilning á færnimatslistanum eru velkomnir. ATH! Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að ABLLS-R bókunum eða vefútgáfu ABLLS-R í kjölfar fyrsta dags á námskeiðinu.
Fjöldi þátttakenda
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 8. Hámarksfjöldi er 25.
Lýsing
ABLLS-R (Assessment of Basic Language and Learning Skills – Revised) er námskrártengt matstæki sem nýtist vel til að gera einstaklingsáætlun fyrir 3 - 9 ára börn með þroskafrávik sem fá heildstæða snemmtæka atferlisíhlutun. ABLLS-R metur færni barna á 25 þáttum, samtals 544 atriðum. Með svo nákvæmu matstæki fæst mjög skýr mynd af stöðu barnsins og upplýsingar um hvaða færni skal vinna með í íhlutun. Með notkun ABLLS-R verður einstaklingsnámskráin sniðin að færni og þörfum barnsins. ABLLS-R metur og greinir málfærni og aðra þætti sem eru barninu mikilvægir til þátttöku og náms s.s. leik, sjálfshjálp og hreyfifærni. ABLLS-R er leiðbeinandi tæki sem gefur sjónrænt til kynna stöðu barns og veitir gott yfirlit yfir framfarir. Bæði verður farið yfir bókaútgáfu ABLLS-R og vefútgáfuna í þessu námskeiði.
Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta og ætlast er til að þátttakendur taki virkan þátt í þeim öllum. Farið verður yfir uppbyggingu listans, hvernig boðskipti barna er metið með listanum, hvernig það hefur áhrif á kennslu og farið yfir fyrirlögn. Þátttakendur fylla út listann, finna markmið og búa til einstaklingsnámskrá fyrir eitt barn.
ATH! Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að ABLLS-R bókunum eða vefútgáfu ABLLS-R í kjölfar fyrsta dags á námskeiðinu.
Markmið
Að þátttakendur:
- Kunni að fylla út í listann.
- Þekki hvernig listinn nýtist við gerð einstaklingsáætlunar og við markmiðasetningu.
- Þekki skipulag ABLLS-R, hvernig það nýtist í ráðgjöf og hvernig næstu skref þjálfunar eru ákveðin.
Kennarar
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur,
Eva Ýr Heiðberg, atferlisfræðingur
Herdís I. Auðar Svansdóttir, atferlisfræðingur
Lilja Árnadóttir, atferlisfræðingur
Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir, atferlisfræðingur
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráningu á námskeiðið ABBLS-R færnimatslisti lýkur 4. mars 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér