Um síðustu helgi stóð Vetraríþróttamiðstöð Íslands, Íþróttasamband fatlaðra, Hlíðarfjall og
NSCD, Winter Park Colorado fyrir skíðanámskeiði fyrir einstaklinga með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi.
Námskeiðið var ætlað bæði byrjendum og lengra komnum, börn og fullorðnum. Sérstök áhersla var lögð á kennslu
fyrir leiðbeinendur og aðra sem vilja læra að aðstoða fatlað skíðafólk.
Aðal leiðbeinandi námskeiðsins Beth Fox, hefur kennt fötluðu fólki á skíði síðastliðin 25 ár. Hún er
framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD) sem sérhæfir sig í útivist fatlaðs fólks. Vanir íslenskir leiðbeinendur
voru henni til aðstoðar.
Námskeiðið byrjaði á föstudagskvöldinu þar sem Beth var með fyrirlestur fyrir skíðakennara, leiðbeinendur, aðstoðarfólk og
foreldra um hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að kenna einstaklingum með þroskahamalanir og/eða röskun á einhverfurófi
á skíði.
Á laugardeginum og sunnudeginum komu svo átta börn á aldrinum 9-13 ára til að læra á skíði. Öll börnin sýndu miklar
framfarir þessa tvo daga, margir sigrar voru unnir og gleðin skein af andlitum þeirra.
Starfsmaður Greiningarstöð var einnig á námskeiðinu og tók myndir / myndband.
Hér má sjá myndband af stúlku að fara í fyrsta sinn ein í diskalyftu.


