Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sinnir börnum með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar. Tilvísanir varða börn á öllum aldri, allt frá fæðingu til 18 ára.
Á árunum 2007-2009 bárust á bilinu 280 - 383 tilvísanir. Í töflu 1 og á mynd 1 má sjá þessa aukningu. Á sama tímabili fjölgaði frávísunum úr 44 í 94. Flestar tilvísanir bárust frá sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla eins og mynd 1 sýnir.
Tafla 1. Fjöldi og afdrif tilvísana.
|
2007 |
2008 |
2009 |
Tilvísanir á GRR |
280 |
349 |
383 |
Vísað á fagsvið |
235 |
292 |
286 |
Frávísanir |
44 |
45 |
94 |
Annað |
1 |
12 |
3 |
Mynd 1. Yfirlit yfir tilvísendur og fjölda tilvísana fyrir árin 2007-2009.
Af 383 tilvísunum ársins 2009 komu 60% frá höfuðborgarsvæðinu og 40% utan af landi. Myndir 2 og 3 sýna að ágætt samræmi er á milli fólksfjölda og hlutfalls tilvísana eftir landshlutum.

Mynd 2. Hlutfall mannfjölda eftir landshlutum 1. des 2009 (Samgöngu- og sveitastjórnar-
ráðuneytið 2010).

Mynd 3. Hlutfall tilvísana eftir landshlutum.
Af 383 tilvísunum var í 197 tilvikum tilvísunarástæða grunur um röskun á einhverfurófi, 114 var vísað vegna gruns um þroskahömlun, 19 vegna hreyfihömlunar eða fjölfötlunar og 53 vegna annarra þroskaraskana eða meðfæddra heilkenna. Af heildarfjölda tilvísana 2009 var 286 vísað til frekari athugana á fagsvið einhverfu (ES), hreyfi- og skynhamlana (HS) eða þroskahamlana (ÞS).

Mynd 4. Afdrif og fjöldi tilvísana á Greiningarstöð sundurliðuð eftir aldurshópum og fagsviðum.
Prenta skýrslu: Helstu staðtölur 2007-2009 pdf