Framhaldsnámskeið í PECS boðskiptakerfinu verður haldið í Reykjavík 29. apríl 2021.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á eftirfarandi þætti í PECS þjálfun. Kynnt verða markmið og aðferðir við innlögn á seinni stigum PECS þ.e. stig 4, 5 og 6. Kynnt verður PECS app fyrir Ipad.
Þátttakendur æfa sig við notkun setningaborða í hlutverki „barns“ og „viðmælanda“. Rætt verður um skráningar á framvindu PECS þjálfunar
Sýnd verða dæmi um PECS þjálfun á myndböndum og hugmyndir af ýmiskonar þjálfunargögnum verða kynnt fyrir þátttakendum. Farið verður yfir ýmsar hugmyndir og leiðir til þess að fjölga tækifærum til boðskipta og auka líkur á góðri alhæfingu á færni til að nota PECS í öllum daglegum aðstæðum.
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, 29.apríl frá klukkan 9:00– 12:30. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfi
Þátttökugjald er 14.000 (foreldri greiðir 9 þúsund). Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á diddakr@internet.is
