Starfsfólk RGR glitraði með einstökum börnum 28.02.

Hluti glitrandi starfsfólks RGR á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna
Hluti glitrandi starfsfólks RGR á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar glitraði með einstökum börnum á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna.

Félag Einstakra barna hvatti öll til að sýna stuðning og samstöðu við þau sem lifa með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni með því að GLITRA með sér 28. febrúar ✨

GLITRAÐU með okkur með því að klæðast eitthverju GLITRANDI eins og glimmeri eða pallíettum. Allt sem er litríkt og glitrar er skemmtilegt og minnir okkur á að við erum allskonar.
 
Á deginum standa einstök börn fyrir málþingi undir yfirskriftinni Kjarkeflandi framtíð - Saman byggjum við sterkari umgjörð.
 
Að sjálfsögðu sækir hluti starfshóps RGR málþingið.
 
Sýnum stuðning og samstöðu og glitrum saman.