Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ritara á stofnuninni sem verður staðsettur í móttöku hennar. Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Símsvörun
-
Móttaka barna, foreldra þeirra og annarra gesta
-
Umsjón með biðstofu og kaffiaðstöðu í móttöku
-
Móttaka og skráning gagna í málakerfi stofnunarinnar
-
Almenn skrifstofustörf
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
-
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
-
Góð tölvukunnátta
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
-
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar þessarar.
Á Ráðgjafar- og greiningarstöð starfa um 60 starfsmenn. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að börn með þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Sjá nánar www.rgr.is. Ráðgjafar- og greiningarstöð er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, framsækni, velferð og virðing.
Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.
Umsóknarfrestur er til og með 28.10.2024
Nánari upplýsingar veitir
Sækja um starf