Nýtt verklag við útsendingu gagna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) vinnur stöðugt að því að auka öruggi og skilvirkni og hefur endurskoðað verklag sitt við dreifingu á niðurstöðum athugana og annara gagna.

Markmiðið er að málsgögn frá stofnuninni verði send rafrænt, þar sem því er við komið, með öruggum dulkóðuðum kerfum eins og Signet Transfer eða island.is í þeim tilgangi að tryggja sem best vernd persónuupplýsinga.

Stofnunin mun hér eftir senda niðurstöðurnar til viðkomandi sveitarfélags og/eða þjónustumiðstöðva. Óskað er eftir því að sveitarfélög dreifi gögnunum til tengiliða þjónustumiðstöðva og leik- og grunnskóla.

Við teljum að með þessari breytingu aukist skilvirkni, hraði og öryggi við dreifingu málsgagna.