Námskeiðsdagskrá vorannar 2025

Námskeiðsdagskrá Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á vorönn 2025 er nú aðgengileg!

Námskeiðsúrvalið er fjölbreytt svo auðvelt er að finna sér eitthvað sem gagnast í uppeldi og þjónustu við börn með ódæmigerða þroskaframvindu. Frekari upplýsingar um hvert námskeið má sjá undir fræðsla og námskeið á vef RGR eða með því að ýta hér.

Athugið að á ákveðnum námskeiðum er takmarkaður þátttakendafjöldi og því er mikilvægt að tryggja sér pláss!