Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir - Glænýtt námskeið á vegum RGR

Glænýtt námskeið á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir

 
Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að kynna sér fjölbreyttar tjáskiptaleiðir (AAC). Sérstaklega á það við um foreldra, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og annara stofnana.
 
Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir styðja við og auka tjáskipti og málskilning. Rannsóknir sýna að óhefðbundnar tjáskiptaleiðir koma ekki í veg fyrir að talað mál þroskist og þróist. Aðgangur að fjölbreyttum tjáskiptaleiðum EYKUR oft talað mál.
 
Fjallað verður um mismunandi tjáskiptaleiðir eins og hátækni- og lágtæknilausnir og aðferðafræði við innleiðingu á þessum leiðum. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á kjarnorðaforða (core vocabulary). Einnig verður farið yfir réttindi barna og aðgengi að fjölbreyttum tjáskiptaleiðum.
 
Skráningu og frekari upplýsingar er hægt að finna hér