Ert þú 8 - 18 ára með hreyfihömlun og langar að æfa íþróttir.

Sunnudaginn 12. nóvember hefst röð kynninga á íþróttum fyrir börn 8-18 ára gömul sem eru hreyfihömluð eða sjónskert. Kynningarnar verða í höndum afreksíþróttafólksins Hákons Atla Bjarkasonar og Örnu Sigríðar Albertsdóttur. Hákon er einn fremsti borðtennismaður landsins í dag og Arna Sigríður var fulltrúi Íslands á Tokyo Paralympics þar sem hún keppti fyrst Íslendinga í handahjólreiðum.

Kynningarnar munu fara fram í húsnæði ÍFR að Hátúni í Reykjavík og er sú fyrsta næstkomandi sunnudag 12. nóvember þar sem Arna og Hákon munu kynna fyrir gestum badminton og pikkelball ásamt reyndum þjálfurum og öðru afreksfólki úr röðum fatlaðra. Sjá nánar um dagsetningar kynninganna hér að neðan á meðfylgjandi plakati.

Boðið verður upp á léttar veitingar við kynningarnar þar sem allir eru velkomnir og ekki er nauðsynlegt að taka þátt. Við hvetjum þó alla áhugasama um að koma og sjá eða upplifa hvað er í boði.

Nánari upplýsingar hér.