Atferlisfræðingar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sóttu EABA ráðstefnu

EABA (European Association for Behaviour Analysis) hélt sína 11. ráðstefnu í Brno í Tékklandi  4. - 7. september 2024. Tilgangur EABA samtakanna er að stuðla að þróun atferlisgreiningar í Evrópu og er ráðstefnan því vettvangur til þess að miðla nýjustu þekkingu og rannsóknum á því sviði.

Fimm atferlisfræðingar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sóttu ráðstefnuna ásamt góðum hópi atferlisfræðinga frá Íslandi. Herdís Ingibjörg Auðar Svansdóttir atferlisfræðingur á Ráðgjafar- og greiningarstöð hélt erindi á ráðstefnunni. Erindið var kynning á meistaraverkefni hennar sem unnið var í meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólann í Reykjavík. Tilgangur rannsóknar Herdísar var að meta áhrif námskeiðs fyrir foreldra sem fól í sér færniþjálfun (e. behavioral skills training) í fjarkennslu á þekkingu foreldra á umhverfisþáttum sem hafa áhrif á svefn og á framkvæmd færni sem nauðsynleg er til að veita áhrifaríka íhlutun við svefnvanda barna þeirra.

Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér innihald ráðstefnunnar hér: EABA 2024 | MUNI PED