Alþjóðlegur dagur einhverfu er í dag 2. apríl

Dagur einhverfu er 2. apríl ár hvert og er fjölbreytileika einhverfurófsins fagnað með því að fólk klæðist regnbogans litum. Það endurspeglar að einhverft fólk er allskonar eins og mannflóran almennt.

Einhverfusamfélagið í alþjóðasamhengi hefur valið sér eilífðarmerkið í regnbogalitunum til að tákna endalausa fjölbreytni hópsins. 

Hér er hægt að nálgast vefsíðu einhverfusamtakanna á Íslandi.

Einhverfusamtökin standa fyrir listasýningu 5. og 6. apríl á Háaleitisbraut 13, Reykjavík. Þar mun einhverft listafólk sýna verk sín og flytja tónlist, ljóð o.fl.

Hjartans hamingjuóskir með daginn!