Skráning og þjálfun (0226)

Athugið að þetta námskeið er framhaldsnámskeið af námskeiðinu Heildstæð atferlisíhlutun (snemmtæk atferlisíhlutun) og því einungis fyrir fólk sem hefur setið það námskeið.

Staðsetning: Ráðgjafar- og greiningarstöð, Dalhraun 1b.

Dagsetning og tími: 4. febrúar 2026, klukkan 9:00-12:30. Samtals 3,5 klukkustundir.

Verð: 19.950 kr.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Ætlað starfsfólki sem starfa við atferlisíhlutun og kennslu með aðgreindum kennsluæfingum í leikskólum og grunnskólum.

Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 6 og hámarksfjöldi er 12.

Lýsing
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir sem notaðar eru í aðgreindum kennsluæfingum í atferlisíhlutun. Þátttakendur læra að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum, skrá upplýsingar og taka saman skráningar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum ásamt verklegum æfingum í að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskafrávik.

Óskað er eftir því að þátttakendur komi með sýnar eigin tölvur og heyrnartól, hafi þau tök á því. Vinsamlegast látið vita af því ef þið hafið ekki tök á því.

Markmið

  • Að þátttakendur kunni að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskafrávik
  • Að þátttakendur kunni að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum
  • Að þátttakendur kunni að skrá og taka saman skráningar
  • Að þátttakendur geti tekið saman upplýsingar fyrir vinnufundi

 

Umsjón, skipulagning og kennsla:
Anna Marín Skúladóttir, klínískur atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir, klínískur atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir, klínískur atferlisfræðingur, Margrét Unnur Jóhannesdóttir, klínískur atferlisfræðingur og Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir, klínískur atferlisfræðingur.

 

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Skráningu á námskeiðið Kennum nýja færni lýkur 27. janúar 2026, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.

Heiti námskeiðs
Dagsetning
Dagar
Tími
Staðsetning
4. feb 2026
mið
09:00-12:30
Ráðgj. og greiningarstöð