Staðsetning: Húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72.
Dagsetning og tími: 21. janúar frá 13.00 - 16.00. Í framhaldi af námskeiði er boðið upp á eina klukkustund í hóphandleiðslu en tími hennar er ákveðinn með þátttakendum. Samtals 4 klukkustundir.
Verð: Fagaðili: kr. 21.600.- Aðstandandi: kr. 10.800.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að kynna sér fjölbreyttar tjáskiptaleiðir (AAC). Sérstaklega á það við um foreldra, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og annara stofnana.
Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 8 og hámarksfjöldi er 20.
Lýsing:
Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir styðja við og auka tjáskipti og málskilning. Rannsóknir sýna að óhefðbundnar tjáskiptaleiðir koma ekki í veg fyrir að talað mál þroskist og þróist. Aðgangur að fjölbreyttum tjáskiptaleiðum EYKUR oft talað mál.
Fjallað verður um mismunandi tjáskiptaleiðir eins og hátækni- og lágtæknilausnir og aðferðafræði við innleiðingu á þessum leiðum. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á kjarnorðaforða (core vocabulary). Einnig verður farið yfir réttindi barna og aðgengi að fjölbreyttum tjáskiptaleiðum.
Markmið
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að:
- þekkja réttindi barna til tjáskipta
- vita hvaða tjáskiptaleiðir eru í boði
- þekkja muninn á kjarnorðaforða og jaðarorðaforða (fringe vocabulary)
- geta nýtt sér fjölbreyttar tjáskiptaleiðir í leik og starfi
Umsjón:
Ragna Laufey Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:
Skráningu á námskeiðið lýkur 13. janúar 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér