Hvar og hvenær: 9. - 10 mars 2024 (lau. og sun) í húsnæði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Dalshrauni 1b, Hafnarfirði
Hverjum er námskeiðið ætlað? Börnum á aldrinum 12 - 14 ára sem eiga systkini með fötlun og/eða þroskafrávik.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 þátttakendur
Verð: 13.200 kr.
Lýsing á námskeiði:
Á námskeiðinu leysum við saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar og margt fleira. Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki þar sem hvert barn fær að njóta sín sem best og skemmti sér vel.
Námskeiðið er ekki meðferðarúrræði heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.
Markmið :
- Að bæta líðan barna með því að leyfa þeim að tjá sig um reynslu sína og upplifun af því að eiga systkini með sérþarfir
- Að bæta samskipti barna við systkini sín
- Að auka skilning þeirra á systkinum sínum
- Að hitta önnur börn sem eru í svipuðum sporum og þau sjálf
Umsjón: Herdís Hersteinsdóttir þroskaþjálfi á Ráðgjafar- og greiningarstöð
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráningu á Systkinasmiðjuna lýkur 6. mars 2024, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.