Skipulögð kennsla (0125)

Staðsetning: Húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72.

Dagsetning og tími: 27., 28. og 29. janúar 2025 frá klukkan 09:00-16:00 alla dagana. 21 klukkustund.

Verð: Fagaðili: kr. 88.200.- Aðstandandi: kr. 30.900.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað aðstandendum og fólki sem starfar með börnum og ungmennum.

Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 20 og hámarksfjöldi er 30.

Lýsing
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH. Á námskeiðinu er kynning á hugmyndafræðinni og aðferðum skipulagðrar kennslu. Fjallað er um hvernig aðferðir hugmyndafræðinnar stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einhverfra einstaklinga. Nýttar eru leiðir sem ýta undir að umhverfi og aðstæður mæti þörfum einhverfra, stuðli að vellíðan og til að kenna nýja færni. Þó að aðaláherslan sé að einhverfu þá getur hugmyndafræðin nýst til að mæta einstaklingum með aðrar greiningar og þarfir. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Unnið er í hópum þar sem þátttakendur æfa sig að nýta hugmyndafræðina og verkfæri hennar.

Markmið
Að þátttakendur:

  • Öðlist þekkingu á hugmyndafræði TEACCH
  • Læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og geti nýtt aðferðir hennar
  • Geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagðrar kennslu í skólaumhverfi, á vinnustað eða heimili einhverfra sem og öllum athöfnum daglegs lífs

 

Umsjón:
Helga Kristín Gestsdóttir iðjuþjálfi

Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:

Skráningu á námskeiðið Skipulögð kennsla lýkur 19. janúar 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.

Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér

Heiti námskeiðs
Dagsetning
Dagar
Tími
Staðsetning
27. jan 2025 - 29. jan 2025
mán-mið
09:00-16:00
Húsnæði Hjálpræðishersins RVK