15.01.2019
Athugið að listinn er ekki tæmandi. Ráðgjafar- og greiningarstöð ber ekki ábyrgð á þeim námskeiðum sem hér eru auglýst.
26.11.2025
Landspítali hefur undirritað samstarfssamning við Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) og Geðheilsumiðstöð barna (GMB) um sérnám í barna- og unglingageðlækningum. Samningurinn var undirritaður 5. nóvember og markar mikilvægt skref í því að fjölga sérfræðilæknum á þessu sviði og efla þjónustu við börn og ungmenni um allt land.
19.11.2025
Fimm starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar tóku þátt í fjórtándu alþjóðlegu ráðstefnunni Autism Europe sem haldin var í Dublin dagana 11.–13. september 2025. Ráðstefnan fór fram í RDS ráðstefnuhöllinni og var skipulögð í samstarfi við erlenda og innlenda fag- og hagsmunaaðila.
07.11.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við Mat á stuðningsþörf. Leitað er að sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að verkefnum tengdum stuðningsþörfum fatlaðra barna og fullorðinna og mati á umfangi stuðningsþarfa.
21.10.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf læknis. Leitað er að öflugum lækni sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
07.10.2025
Þrettán starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar tóku þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni International Society on Early Intervention (ISEI) sem haldin var í Lissabon dagana 2.–5. september 2025.
06.10.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ritara á stofnuninni sem verður staðsettur í móttöku hennar. Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
05.09.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna og ungmenna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.
01.09.2025
Sunnudaginn 7. september kl. 10:00 🎉
Skemmtilegur dagur fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir – íþróttir, leikir og gleði með Sóla lukkudýri
01.07.2025
Hanna Marteinsdóttir sjúkraþjálfari Ráðgjafar- og greiningarstöð tók nýverið þátt í ráðstefnu EACD (European Academy of Childhood-onset Disability) sem í ár var sameinuð alþjóðlegum samtökum IAACD (International Alliance of Academies of Childhood Disability). Ráðstefnan fór fram í Heidelberg í Þýskalandi dagana 24. - 28. júní 2025.