Downs heilkenni (0323) staðbundið og fjarfundur

Staðsetning: Gerðuberg, 111 Reykjavík og í fjarkennslu

Dagsetning og tími: 21. mars (Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis) 2023 klukkan 13:00-16:00.

Verð: Fagaðili: 14.900.-. Aðstandandi: 5.900.- 

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er einkum ætlað fagfólki sem starfar við íhlutun, þjálfun eða kennslu 0-12 ára barna með Downs-heilkenni og foreldrum/ aðstandendum. 

Hámarksfjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 50. 

Lýsing
Fjallað verður meðal annars um algengi, helstu einkenni og heilsufar.  Farið verður yfir  þroska og hegðun barna með Downsheilkenni og fjallað um íhlutunarleiðir sem gagnast  börnum með heilkennið. Rætt verður um mikilvægi samstarfs foreldra og fagfólks.  Fagaðilar í grunnskóla deila reynslu sinni og einnig fáum við  reynslusögu foreldris.  Námskeiðið byggir á stuttum fyrirlestrum og umræðum. 

Markmið
Að þátttakendur:

  • öðlist aukna þekkingu á Downs heilkenni
  • öðlist aukinn skilning á þörfum barna með Downs heilkenni og fjölskyldna þeirra
  • auki færni til að veita árangursríka þjálfun og kennslu
  • þekki mikilvægi samstarfs fagfólks og foreldra – teymisvinnu

Umsjón og kennarar:
Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi,  Eva Engilráð Thoroddsen talmeinafræðingur, Aðalheiður Una Narfadóttir, leikskólasérkennari, Hjördís Þorsteinsdóttir barnalæknir, Eva Dögg Gylfadóttir sálfræðingur, Herdís Hersteinsdóttir, þroskaþjálfi,